domkirkjanÞá hefur bænahópur Kyrrðarbænarinnar sem starfaði í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a verið endurvakinn. Bænahópurinn hefst miðvikudaginn 2. apríl og verður alla miðvikudaga kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl.17:10.
Umsjónarkonur eru  Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sími 861-7201, netfang: annasigridur(hja)domkirkjan.is og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, sími 861-0361, netfang: sigurth(hja)simnet.is. Öll þau sem áhuga hafa á kristilegri hugleiðslu eru hjartanlega velkomin.