ihugunEnn á ný verður farið af stað með leshópinn í Guðríðarkirkju sem er tengdur Kyrrðarbæninni (Centering prayer) og hefst hann 27. mars kl.17:30.
Eins og flestum er kunnugt er búið að þýða yfir á íslensku bókina „Open Mind, Open Heart“ eftir Thomas Keating. Hið íslenska heiti bókarinnar er „Vakandi hugur, vökult hjarta“. Af því tilefni verður endurnýjuð kynni á bókinni. Þetta er skemmtilegt og spennandi ferðalag um heim Kyrrðarbænarinnar. Öllum er gefinn kostur á að vera með í þessu ferðalagi, fyrir byrjendur í iðkun bænarinnar sem og lengra komnum.
Thomas Keating lætur engan ósnortinn með glettni sinni og orðsnilld. Hann nær alla leið að hjartarótum lesandans, heimur sem í senn er skemmtilegur og spennandi.

Bókin fæst á kynningarverði á staðnum á kr. 2.000,- þar til birgðir endast. Hún fæst einnig í Kirkjuhúsinu og í Eymundsson. Tek fram, að ekki er gerð krafa á að viðkomandi eigi eða kaupi bókina, þátttakan ein nægir.

Verið hjartanlega velkomin/n.

Dagskrá:
Kl. 17:30-18:30 Kyrrðarbæn (Centering Prayer) í 2×20 mín. með gönguíhugun á milli. Byrjað stundvíslega kl. 17:35.
Kl. 18:30-19:00 Léttur kvöldverður (kr. 500,-)
Kl. 19:00-21:00 Leshópur

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg í síma 861-0361 eða á netfangi: sigurth@simnet.is