OlafsfjardarNámskeið verður haldið í aðferð Kyrrðarbænarinnar (Centering Prayer) í Ólafsfjarðarkirkju, laugardaginn 1. mars kl. 10:00-15:00. Kyrrðarbænin er eitt einfaldasta form hugleiðslubænar sem um getur og allir geta lært það og stundað. Bókin Vakandi hugur – vökult hjarta eftir Thomas Keating verður til sölu á námskeiðinu og kostar 2000 kr. Umsjón er í höndum Sigríðar Mundu Jónsdóttur og Guðrúnar Eggertsdóttur. Þátttökugjald á námskeiðið er kr. 1000. Léttar veitingar í hádeginu. Skráning í síma 466-2220 eða sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is