LandakirkjaÞað er sönn ánægja að segja frá því að stofnaður hefur verið Kyrrðarbænahópur í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Hópurinn er áttundi Kyrrðarbænarhópurinn sem starfar á Íslandi.  Um miðjan nóvember var haldið námskeið í aðferð Kyrrðarbænarinnar og tekur bænahópurinn til starfa í framhaldi af því. Hópurinn hittist í Landakirkju í Vestmannaeyjum alla miðvikudaga kl. 17:30. Byrjendur mæti 17:10 og fá stutta kynningu á bæninni áður en byrjað er. Samtökin Contemplative Outreach á Íslandi óska bænahópnum til hamingju með stofnunina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.