dufa2Kyrrðardagar verða haldnir Á Hólum í Hjaltadal helgina 8. – 10. nóvember og hefjast kl. 18:00 á föstudag og lýkur kl. 14:00 sunnudag.
Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð.
Á Hólum er boðið upp á uppbúin rúm og hollustufæði.Kyrrð, íhugun, útivist og hvíld.
Umsjón hafa:  Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur og sr. Gylfi Jónsson, sem sér um tónlistaríhugun.
Allar upplýsingar og skráning á: holabiskup@kirkjan.is