Vakandi hugurBókin Vakandi hugur, Vökult hjarta (Open Mind, Open Heart) eftir Thomas Keating er komin út hjá Skáholtsútgáfu í þýðingu Nínu Leósdóttur. Bókin kennir lesandanum Kyrrðarbænina og leiðir við iðkun hennar. Bókin ávarpar ýmsar spurningar sem vakna hjá þeim sem eru að byrja að iðka Kyrrðarbænina og er því einstaklega góður leiðarvísir til dýpri þekkingar á Guði og nánara sambandi. Bókin verður fáanleg í Kirkjuhúsinu á kynningarverði og einnig í verslunum Eymundsson.

Hér er hægt að sjá myndir frá útgáfuteitinu þar sem frú Agnesi M. Sigurðardóttur var fært eintak.