Flestir bænahópar þar sem Kyrrðarbænin er stunduð hafa tekið sér frí yfir sumarið. Nú fara þeir hinsvegar smátt og smátt að hefja bænastundirnar aftur. Misjafnt er hvenær hver hópur fer af stað aftur en þeir eiga það allir sameiginlegt að bjóða uppá stutta kennslu fyrir byrjendur áður en bænastundin hefst. Hér getur að líta yfirlit yfir hvenær hóparnir byrja aftur:
Í Grafarholti, Guðríðarkirkju. Byrjar eftir sumarfrí fimmtudaginn 15. ágúst kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl. 17:10.
Í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Byrjar eftir sumarfrí mánudaginn 19. ágúst kl. 17:30 – 18:30.
Í Reykjavík, Grensáskirkju. Byrjar eftir sumarfrí fimmtudaginn 12. september kl. 17:15.
Á Selfossi, Selfosskirkju. Byrjar eftir sumarfrí mánudaginn 2. september kl. 17:30. Byrjendur mæti kl. 17:10.
Á Hvolsvelli, Stórólfshvolskirkju. Byrjar eftir sumarfrí þriðjudaginn 13. ágúst kl. 18:15. Byrjendur mæti kl. 18:00.
Á Akureyri, í kapellu sjúkrahússins á Akureyri. Byrjar eftir sumarfrí miðvikudaginn 21. ágúst kl. 17:00 – 18:00
Í Mosfellsbæ, Lágafellskirkju hefur hópurinn verið starfræktur í allt sumar: Alla miðvikudaga kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl. 17:00.
Nánari upplýsingar um leiðbeinendur hópanna má sjá hér.