image001Kyrrðardagur verður í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholti laugardaginn 9. mars næstkomandi frá 8:00 – 16:30. Því miður falla kyrrðardagar sem vera áttu í Skálholti helgina 7 – 10 mars niður en í stað þeirra verður boðið uppá þennan Kyrrðardag í Guðríðarkirkju, þar sem iðkuð verður kyrrðarbæn með áherslu á fyrirgefningu og altarissakramenti.

Verð kr. 5.000,- fyrir fæði og námskeiðsgögn. Umsjón er í höndum sr. Elínborgar Gísladóttur og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats. Upplýsingar og skráning er í síma 861-0361 eða á netfangi sigurth@simnet.is.