dufaKyrrðardagar verða í Skálholti dagana 7. – 10. mars 2013 , þar sem sérstök áhersla verður lögð á fyrirgefninguna og altarissakramentið.

 Hin kristna íhugunarbæn „Kyrrðarbæn (Centering Prayer)“  verður iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar. Með því að tengja saman fyrirgefninguna og altarissakramentið fær hvort fyrir sig dýpri trúarlega merkingu. Mæting fimmtudaginn 7. mars kl. 17:30 – 18:00. Dagskránni lýkur sunnudaginn 10. mars kl. 14:00. Umsjón er í höndum sr. Elínborgar Gísladóttur, Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats, Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, jógakennara og Margrétar Guðjónsdóttur meðferðaraðila í Orkupunktajöfnun (OPJ). Elínborg, Margrét og Sigurbjörg eru leiðb. Kyrrðarbænarinnar.

Verð kr. 37.800,-. Innifalið í verðinu er fullt fæði, gisting með sér herbergi og baði , námskeið og námskeiðsgögn. Skráning fer fram á netf. : holmfridur@skalholt.is eða í síma 486-8870 (Hólmfríður). Nánari upplýsingar varðandi námskeiðið veitir Sigurbjörg á netf. sigurth@simnet.is eða í síma 861-0361. Athugið að stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki fyrir kyrrðardögum/námskeiðum sem þessum.