Vinsamlegast athugið að bænastundirnar í Dómkirkjunni hafa verið færðar frá fimmtudögum yfir á mánudaga. Staður og tími er áfram sá sami, Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a kl. 17:30. Þessi breyting gefur iðkenndum kyrrðarbænarinnar tækifæri til að koma í hópa þrjá daga vikunnar en ekki tvo eins og verið hafði áður. Umsjón með íhuguninni hefur Aðalheiður Rúnarsdóttir guðfræðinemi.