Síðastliðin laugardag, þann  6. október hófst aftur bæna og leshópur í  Guðríðarkirkju, Grafarholti. Var ný  bók kynnt til leiks: Crisis of Faith, Crisis of Love eftir Thomas Keating og verður lesið úr henni fyrsta laugardag í hverjum mánuði og eru allir sem áhuga hafa á því að kynna sér efni bókarinnar eru hjartanlega velkomnir. Les- og bænahópurinn er þannig uppbyggður að þrír möguleikar eru í boði:

Kl. 9:00-10:00 Kyrrðarbæn (Centering Prayer) í 2×20 mín. með gönguíhugun á milli. Byrjað stundvíslega kl. 9:05.

Kl. 9:00-12:00 Kyrrðarbæn í 2×20 mín. með gönguíhugun á milli og leshópur

Kl. 10:00-12:00 Leshópur

Næsta skipti sem les – og bænahópurinn hittist verður 3. nóvember næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinandi Kyrrðarbænarinnar (Centering prayer) í síma 861-0361 eða á netfangi: sigurth@simnet.is