Námskeið í aðferð Kyrrðarbænar (Centering Prayer) verður haldið á Hellissandi, í Safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju laugardaginn 8. september n.k. kl. 10:00 – 16:00. Leiðbeinendur eru Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, guðfræðingur og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat. Skráning fer fram hjá Gunnildi í síma 899 1180 eða á netfangið gunnhildurh(hja)simnet.is og hjá henni er einnig hægt að fá nánari upplýsingar. Hægt verður að fá hádegisverð fyrir kr. 2.500,- Allir sem áhuga hafa á Kyrrðarbæninni eru hjartanlega velkomnir.