Hópurinn ásamt Pat Johnson og Jenny Adamson

Hópurinn í lok námskeiðsins ásamt leiðbeinendum sínum, Pat Johnson og Jenny Adamson

Í dag lauk fyrsta hluta af námskeiði til kennsluréttinda í kyrrðarbæn (Centering Prayer). Námskeiðið er upphaf lengri þjálfunar sem kemur til með að standa yfir næstu mánuðina undir leiðsögn reyndari iðkenda. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga og fjallaði um grundvallar hugmyndafræði bænarinnar og aðferðina sjálfa. Námskeiðið heppnaðist mjög vel og mátti heyra á þátttakendum í dag að þeir voru einstaklega ánægðir með hvernig til tókst.