Pat Johnson kennir á fyrsta degi námskeiðsins.

Nú stendur yfir námskeið í kennsluréttindum  í Centering Prayer. Hátt í 20 einstaklingar frá ýmsum landshornum koma saman í Safnaðarheimili Lágafellssóknar í Mosfellsbæ og læra hvernig best er að kynna og kenna þeim sem áhuga hafa að kynna sér og stunda kristna íhugunarbæn sem á ensku er kölluð Centering Prayer. Þær Patricia Johnson og Jenny Adamson kenna á námskeiðinu sem stendur yfir í 4 daga. Námskeiði er mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um kristna íhugun á Íslandi og er það von þeirra sem að námskeiðinu standa að það verði lyftistöng fyrir iðkun bænarinnar hér á landi. Kristin íhugun er stunduð í bænahópum á ýmsum stöðum og upplýsingar um þá er að finna hér á heimasíðunni undir liðnum bænahópar.